ONE
Spurt & Svarað
Hvenær verða fyrstu pantanir sendar út?
Fyrstu Smartwheel one verða send út 20. Oktober 2015
Hversu langan tíma tekur að ná góðum tökum á Smartwheel?
Það tekur um 3-5 mínútur að fá tilfinningu fyrir hjólinu. Eftir rúmlega 30 mínútna æfingu ættir þú að vera komin/n með góða stjórn á tækinu.
Hversu lengi getur maður staðið á Smartwheel áður en vöðvar byrja verða þreyttir?
Það getur verið erfitt fyrsta klukkutímann að keyra hjólið því þá eru allir vöðvar frekar spenntir vegna óöryggi. Um leið og maður slakar á, hættir maður að þreytast í vöðvunum við akstur.
Hversu mikla þyngd þolir Smartwheel?
Hámarksþyngd á Smartwheel er 100 kg.
Hversu vel virkar að keyra yfir upphækkanir og sprungur? Er einhverskonar fjöðrun?
Smartwheel þolir upphækkanir og sprungur allt að 1,5 cm mjög vel. Það eina sem þú þarft að gera er að vera varkár fyrir því sem framundan er og beygja hnén þegar þú ferð yfir upphækkanir þar sem hnén starfa sem fjöðrun í þessu tilviki.
Hversu langan tíma tekur að fullhlaða Smartwheel?
Það getur tekið allt að 3 klukkustundir að fullhlaða Smartwheel.
Þolir Smartwheel bleytu?
Smartwheel er með IP54 staðal sem þýðir það höndlar ryk og léttar skvettur af vatni. Þú ættir ekki keyra Smartwheel í vondu veðri eða nálægt pollum.
Fyrir hverja var smartwheel hannað ?
Smartwheel var hannað fyrir fólk á öllum aldri til að bæta og auka persónulega hreyfingu þeirra.
Fyrir hvaða aldur passar Smartwheel ?
Smartwheel hentar öllum frá 7 ára og uppúr.
Lágmarks þyngd er 20 kg.
Hver er hámarkshraðinn á Smartwheel?
Smartwheel kemst uppí 10km/h og mælum við með því að nota hjálm sem hlífðarbúnað.