Skilmálar smartwheel.is

1. gr.Almennt

Vefsvæðið www.smartwheel.is er eign Card ehf., kt. 670215-2100, virðisaukaskattsnúmer 119560, skráð hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (hér eftir Seljandi). Skilmálar þessir gilda á milli Seljanda og þess sem skráður er kaupandi (hér eftir Kaupandi) á reikningi sem verður til við vörukaupin. Skilmálar þessir eru grunnurinn að viðskiptunum og teljast samþykktir af Kaupanda þegar hann staðfestir kaupinn.

2. gr. Áskilnaður Seljanda

Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, m.a. vegna rangra verðupplýsinga, lagerstöðu, galla í vél- eða hugbúnaði vefsvæðisins. Seljandi áskilur sér einnig rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála sbr. 6. gr. þessara skilmála. Seljandi áskilur sér rétt til að hafa samband við Kaupanda við afgreiðslu pöntunar ef þörf er á til að leiðrétta rangar upplýsingar sem fram komu í pöntunarferlinu m.a. hvað varðar lagerstöðu og áætlaðan afhendingartíma vöru.

3. gr. Afhending vöru

Seljandi afgreiðir pöntun innan þriggja virkra daga, í því felst að móttaka og yfirfara pöntun.

Varan er send á þann stað sem Kaupandi tilgreinir í pöntunarferlinu. Sé Kaupandi búsettur fyrir utan höfuðborgarsvæðið sem telst frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, er varan send með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Seljandi ber ekki ábyrgð á tjóni sem varan getur orðið fyrir í flutningi til Kaupanda. Slíkt tjón er alfarið á ábyrgð Kaupanda. Kaupandi sem velur að fá vöruna senda má gera ráð fyrir því að vara verði komin til hans eftir einn til þrjá daga frá því að Seljandi afgreiddi pöntunina.

Hafi Kaupandi óskað eftir því að sækja vöruna til Seljanda hefur Seljandi samband við Kaupanda við afgreiðslu pöntunarinnar til að komast að samkomulagi um tímasetningu afhendingar. Vörur eru afhentar frá Grjótaseli 11, 109 Reykjavík.

Sé varan ekki til á lager við pöntun líða venjulega tvær vikur þar til hún er afhent, verði varan tilbúin til afhendingar fyrr tilkynnir Seljandi Kaupanda um það.

4. gr. Sendingarkostnaður

Sending til Kaupanda sem búsettur er innan höfuðborgarsvæðisins er honum að kostnaðarlausu.

Sending til Kaupanda sem búsettur er fyrir utan höfuðborgarsvæðið greiðist af Kaupanda sjálfum og reiknast samkvæmt verðskrá Íslandspósts.

5. gr. Skilaréttur

Kaupandi hefur 14 daga, frá því að hann staðfesti kaupin, til að falla frá þeim og skila vörunni til Seljanda án kostnaðar fyrir Seljanda. Vara sem Kaupandi skilar verður að vera ónotuð, í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum. Uppfylli Kaupandi ofangreind skilyrði og framvísar kvittun fyrir kaupunum þá endurgreiðir Seljandi vöruna innan 30 daga. Seljandi endurgreiðir ekki sendingarkostnað.

6. gr. Ábyrgð

Seljandi ber ábyrgð vegna galla á vöru í tvö ár eftir kaupdagsetningu ef Kaupandi er einstaklingur. Ef Kaupandi er fyrirtæki er ábyrgð Seljanda vegna galla eitt ár. Seljandi staðfestir einungis ábyrgð gegn framvísun kaupnótu.

Ábyrgð Seljanda nær ekki til eðlilegra slita á vöru eða hluta vöru sem eðlilegt er að endist skemur en tvö ár. Rafhlaða flokkast sem hluti vöru sem eðlilegt er að endist skemur en tvö ár og ber Seljandi ekki ábyrgð á þeim. Ábyrgð Seljanda fellur úr gildi hafi verið átt við vöruna á óeðlilegan hátt, hún opnuð eða viðgerð reynd.

7. gr. Trúnaður

Seljandi heitir fullum trúnaði við Kaupanda um allar þær upplýsingar sem Kaupandi kann að láta Seljanda í té við kaupin. Seljandi mun ekki afhenda þriðja aðila upplýsingar um Kaupanda.

8. gr. Takmörkun ábyrgðar

Seljandi ber ekki ábyrgð á tjóni sem Kaupandi eða aðrir notendur geta orðið fyrir við notkun á vefsvæði þessu. Seljandi ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni, hver svo sem orsökin kann að vera t.d. bilun í tölvu- eða hugbúnaði, sem getur orðið til þess að pöntun Kaupanda fer ekki fram eða verður með öðrum hætti en til stóð.

9. gr. Höfunda- og hugverkaréttur

Allt efni og innihald síðunnar, þar með taldir skilmálar þessir, eru eign Seljanda og varið samkvæmt höfundarréttarlögum. Endurútgáfa, dreifing og afritun af vefsvæði Seljanda er með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki.

10. gr. Lög og varnarþing

Um skilmála þessa og notkun á vefsvæðinu gilda íslensk lög og reglur. Komi upp ágreiningur vegna efnis skilmála þessara skal reka dómsmál þess efnis fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Kaupanda er einnig heimilt að höfða mál á heimilisvarnarþingi Seljanda.