Breyttu því hvernig þú ferðast með Smartwheel Off road. Nýjasta æðið í heiminum í dag. Ímyndaðu þér að þú svífir rétt fyrir ofan jörðu í lóðréttri stöðu. Engin inngjöf, engin bremsa og algerlega áreynslulaust að stjórna hjólinu. Smartwheel Off road kemst víðar og ræður einnig vel við grófari jarðveg. Hentar vel til aksturs innan- sem utanhúss. Smartwheel one nær allt að 10 – 16 km/h hámarkshraða og stjórnar þú því með að færa þyngd þína fram eða aftur. Það tekur þig um 5 mínutur að ná hæfni við hjólið og fá tilfinningu fyrir því og eftir um rúmlega 30 mínútna æfingu ættirðu strax að vera komin/n með góða stjórn á því. Það tekur Smartwheel Off road um 1,5 – 3 klukkustundir að ná fullri hleðslu og þú getur ferðast allt að 15 – 20 kílómetra á hleðslunni. Smartwheel Off road ræður við ryk og vatnsslettur en taka skal fram að tækið er ekki vatnshelt svo ekki er æskilegt að nota það í bleytu. Á hjólinu eru LED ljós framan og aftan sem blikka eftir hreyfingum ökumanns um hvor áttina hann stefnir í. Hjólið er mjög meðfærilegt og vegur aðeins 14 kg og því hentugt til að taka með hvert sem er.